Ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur nú hafið innleiðingu á ATVIK atvikaskráningarkerfi sem ætlað er að styðja við vinnuvernd starfsmanna og auka öryggi í starfsemi fyrirtækisins. Með þessu stíga Mountaineers of Iceland skref í átt að markvissari skráningu, greiningu og eftirfylgni atvika sem kunna að koma upp í daglegum rekstri.
Mountaineers of Iceland er sömuleiðis einn af samstarfsaðilum Áhættustjórnunar í að aðlaga atvikaskráningarkerfið ATVIK fyrir ferðaþjónustuaðila til að halda utan um slys á ferðamönnum og hættur á áfangastöðum ferðamanna.
Innleiðingarferlið á ATVIK er hafið hjá Mountaineers í samstarfi við sérfræðinga Áhættustjórnunar.

Á myndinni eru Gísli Níls Einarsson framkvæmdastjóri Áhættustjórnunar, og Viktoría Hlíf Theódórsdóttir og Snæbjörn Kári Stefánsson vaktstjórar hjá Mountaineers of Iceland.