Eftirfarandi grunnþjónusta felst í stöðumati á öryggismenningu vinnustaðarins
Staðlað kynningarefni á íslensku og ensku fyrir starfsmenn og stjórnendur
Undirbúningur og uppsetning stöðumats niður á skipulagseiningar
Hægt að hafa stöðumatið á 45 tungumálum
Rafræn framkvæmd á stöðumati og eftirfylgni til að tryggja sem bestu svörun
Úrvinnsla og greining á niðurstöðum fyrir fyrirtækið í heild sinni og niður á skipulagseiningar
Heildstæð stöðugreining, túlkun niðurstaðna og tillögur að gagnadrifnum umbótum
Innlendur og alþjóðlegur samanburður á öryggismenningu
Staðlaðar kynningar á niðurstöðum fyrir starfsmenn á íslensku og ensku
Skýrsla og kynning á stöðu öryggismenningar fyrir stjórnendur

Stöðumatið er hægt að nýta til að styðja við innleiðingarferli á ISO 45001 staðlinum „Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað“.

Áskriftarleið

Hægt er að kaupa árlegt stöðumat í áskrift til að vera með reglubundið endurmat á umbótum í þróun á öryggismenningu vinnustaðarins. Rannsóknir sýna að það taki um 3-5 ár að koma á varanlegri öryggismenningu eða koma henni á næsta stig. Veittur er afsláttur af áskrift.

Viðbótarþjónusta með sérsniðnum lausnum

Fyrirtækið er í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Öryggisstjórnun ehf. sem veitir ráðgjöf í öryggisstjórnun á flestum sviðum atvinnulífsins. Öryggisstjórnun býður upp á mismunandi þjónustupakka í kjölfar stöðumats fyrir fyrirtæki sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers og eins vinnustaðar í samvinnu við stjórnendur. Viðskiptavinir Áhættustjórnunar fá afslátt af ráðgjafaþjónustu Öryggisstjórnunar.