Áhættustjórnun býður upp á atvikaskráningarkerfið ATVIK og stafræn greiningartól á öryggismenningu,  sem saman styðja stjórnendur fyrirtækja í að greina, meta og efla öryggisstjórnun í  starfsemi sinni – hvort sem hún fer fram á landi eða úti á sjó.

Bylting í öryggisstjórnun vinnustaða

Með atvikaskráningarkerfinu ATVIK, gagnreyndum greiningaraðferðum og heildstæðri nálgun á öryggismál, geta fyrirtæki auðveldlega greint styrkleika, áskoranir og tækifæri í öryggisstjórnun sinni sem nýtast í markvissri stefnumótun og umbótum til framtíðar.

Stofnandi Áhættustjórnunar er Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í öryggismálum og frumkvöðull í stafrænum lausnum í öryggisstjórnun. Með skýra sýn á gagnadrifna öryggisstjórnun er tilgangur Áhættustjórnunar að styðja fyrirtæki við að draga úr áhættu, efla öryggismenningu og stuðla að öruggara vinnuumhverfi fyrir sitt starfsfólk.

Hafðu samband til nýta stafrænar lausnir Áhættustjórnunar í starfsemi þinni.
Image link
Gísli Níls Einarsson

Framkvæmdastjóri/Sérfræðingur í öryggismálum