Samstarf Sjóvá og Áhættustjórnunar tryggir sérkjör á ATVIK 

Samstarf Sjóvá og Áhættustjórnunar tryggir sérkjör á ATVIK 

Áhættustjórnun og Sjóvá hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggir viðskiptavinum Sjóvá sérkjör á notkun atvikaskráningarkerfisins ATVIK. Með samningnum fá fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem eru í viðskiptum við Sjóvá hagstæðan aðgang að öflugu kerfi til að skrá, greina og læra af atvikum í starfsemi sinni. 

Samkvæmt samningnum njóta viðskiptavinir Sjóvá afsláttar af innleiðingarþjónustu, almennri verðskrá og mánaðargjaldi kerfisins. Mánaðargjaldið miðast við fjölda starfsmanna á hverjum vinnustað, þannig að kerfið hentar jafnt smærri sem stærri einingum. 

Með því að nýta ATVIK við skráningar á ábendingum, næstum slysum og slysum, greina hættur og framkvæma úrbætur, geta viðskiptavinir Sjóvá dregið úr líkum á tjónum og aukið öryggi í sínum rekstri. 

Samstarfið fellur vel að áherslum Sjóvá á forvarnir og öryggi og styður við markmið beggja fyrirtækja um að draga úr slysum og tjónum með markvissri skráningu og greiningu atvika. 

Fyrir frekari upplýsingar um samstarfið eða hvernig hægt er að nýta sér sérkjörin, hafðu samband við okkur á info@astjornun.is  eða við tengilið þinn hjá Sjóvá. 

Á myndinni sjást Heiður Huld Hreiðarsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Sjóvár og Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustjórnunar og sérfræðingur í öryggismálum, innsigla samning um sérkjör fyrir viðskiptavini Sjóvá. 

https://www.sjova.is/sjova/upplysingagjof/fjolmidlar/frettir/2025/atvik-fyrir-vidskiptavini