Undanfarin ár hefur orðið áberandi aukning á ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki fyrirtækja og stofnana, bæði í skólum og í velferðar- og þjónustugeiranum. Slík atvik hafa djúpstæð áhrif á öryggi, líðan og starfsanda, og krefjast markvissra aðgerða.
ATVIK er stafrænt atvikaskráningarkerfi sem styður fyrirtæki og sveitarfélög í að byggja upp öruggara vinnuumhverfi með kerfisbundinni skráningu og greiningu á öllum atvikum sem tengjast ógn, áreitni eða ofbeldi. Með gagnvirku mælaborði og greiningartólum geta stjórnendur fylgst með þróun mála í rauntíma, greint mynstur og gripið tímanlega til fyrirbyggjandi aðgerða.
„Kerfisbundin skráning er fyrsta skrefið í að sjá heildarmyndina og geta brugðist við á faglegan hátt,“ segir Gísli Níls, framkvæmdastjóri Áhættustjórnunar „ATVIK gerir stjórnendum kleift að sjá hvað er raunverulega að gerast á vinnustaðnum, tryggja stuðning við starfsfólk og efla forvarnir gegn ofbeldi og áreitni.“
ATVIK er þegar notað af fjölmörgum sveitarfélögum og fyrirtækjum um land allt, þar sem það hefur reynst lykilverkfæri í að efla öryggismenningu og forvarnastarf.
Nánari upplýsingar um lausnina má finna á www.astjórnun.is/atvik