Við hjá Áhættustjórnun erum afar ánægð að fá hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi í ATVIK – atvikaskráningarkerfið okkar sem býður upp á skýra yfirsýn og markvissar lausnir í öryggismálum á vinnustaðnum.
Með innleiðingu á ATVIK mun Brákarhlíð auðvelda skráningu atvika og greiningu með rauntímagögnum og gagnvirku mælaborði. Þá eykst möguleikinn til að hrinda í framkvæmd umbótaverkefnum með það að markmiði að tryggja öruggt og faglegt umhverfi fyrir íbúa og starfsfólk.
Við hlökkum til samstarfsins og að styðja Brákarhlíð í áframhaldandi vinnu við að efla öryggi, gæði og þjónustu í starfsumhverfinu. Við óskum starfsfólki og íbúum Brákarhlíðar velfarnaðar með þetta nýja skref – saman leggjum við grunn að enn öflugri forvörnum og öryggisstjórnun á vinnustaðnum.