Akureyrarbær innleiðir ATVIK 

Akureyrarbær innleiðir ATVIK 

Akureyrarbær hefur ákveðið að innleiða atvikaskráningarkerfið ATVIK frá Áhættustjórnun. Með innleiðingunni mun ATVIK vera mikilvægur hluti af vinnuverndar- og forvarnastarfi  í starfsemi sveitarfélagsins.  

Kerfið gerir starfsmönnum sveitarfélagsins kleift að skrá ábendingar, næstum slys, vinnuslys, ógn sem starfsmenn geta orðið fyrir í vinnu sinni sem og slys á skólabörnum. Þannig er unnt að greina tækifæri til úrbóta og stuðla að öruggara vinnuumhverfi. 

„Við ákváðum að velja ATVIK vegna þess hve auðvelt það er í notkun fyrir starfsmenn. Þeir munu geta skráð atvik í miðlægt atvikaskráningarkerfi gegnum snjalltæki sín hvenær og hvar sem er á öruggan hátt. ATVIK mun veita okkur mikilvæga heildarsýn á atvikum til að efla allt forvarnarstarf og tryggja að lærdómur dragist af atvikum og að farið sé í úrbætur“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs Akureyrarbæjar”. 

„Við erum stolt af því að Akureyrarbær skuli velja ATVIK til að styðja við sitt mikilvæga öryggisstarf. Þetta samstarf sýnir hvernig sveitarfélög geta nýtt stafrænar lausnir til að einfalda ferla og efla forvarnir á vinnustöðum. Við munum fylgja innleiðingunni eftir með nánu samstarfi og tryggja að Akureyrarbær fái hámarksárangur af notkun kerfisins.“ segir Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustjórnunar. 

Akureyrarbær bætist hér í hóp fjölmargra sveitarfélaga og fyrirtækja sem nýta ATVIK til að efla öryggi og vinnuvernd starfmanna í sínum rekstri –  og við bjóðum Akureyrarbæ innilega velkominn í ATVIK.