Ávinningur af því að mæla öryggismenningu

Ávinningur af því mæla öryggismenningu

Mikilvægi mælinga á öryggismenningu

NOSACQ-50 greiningartólið veitir stjórnendum mælanlega innsýn í öryggismenningu á vinnustaðnum sem gerir þeim kleift að greina núverandi stöðu öryggismála til að stuðla að bættri öryggismenningu og öryggisstjórnun í öryggismálum starfsmanna. Með slík gögn í höndunum geta stjórnendur tekið markviss skref til að auka öryggi á vinnustað, draga úr slysahættum, auka ánægju starfsfólks og bæta framleiðni á vinnustaðnum. NOSACQ-50 er fjárfesting í öryggi og velferð starfsmanna sem skilar sér margfalt til baka, bæði í minni kostnaði vegna slysa og aukinni starfsánægju.


Ávinningur af notkun NOSACQ-50

1. Veitir stjórnendum skýra sýn á það hvernig öryggismenningu er háttað á vinnustað og hvernig hún er skynjuð af starfsfólki, sem er mikilvægt fyrir áhrifaríka öryggisstjórnun.

2. Stuðlar að auknum samskiptum um öryggismál á vinnustað sem ganga út á að efla viðhorf starfsfólks til mikilvægis öryggismála.

3. Þátttaka starfsfólks í stöðumati á öryggismenningu vinnustaðar ýtir undir aukna öryggisvitund meðal starfsfólks og getur á sama tíma virkað sem fræðslutól sem hvetur starfsfólk til að huga að eigin öryggishegðun og ábyrgð.

4. Niðurstöður nýtast sem grundvöllur fyrir markvissar aðgerðir stjórnenda til að stuðla að umbótum í öryggisstjórnun á vinnustað með það að markmiði að efla öryggismenningu og öryggisvitund starfsfólks, stuðla að aukinni vellíðan í starfi og á sama tíma draga úr slysum og meiðslum.

5. Eykur traust á meðal starfsfólks gagnvart áherslum stjórnenda sem sýna með aðgerðum sínum, að taka stöðuna á öryggismenningu vinnustaðarins, að þeir vinni að stöðugum umbótum til að stuðla að samhæfingu öryggismála á vinnustaðnum.


Fjárfestu í bættri öryggismenningu til framtíðar
Notkun NOSACQ-50 er fjárfesting í framtíðinni. Það er ekki aðeins tæki til að mæla og greina núverandi ástand, heldur einnig til að móta stefnu fyrir áframhaldandi þróun og framfarir í öryggismenningu.

Að innleiða og nýta NOSACQ-50 getur verið eitt af þeim
skrefum sem þitt fyrirtæki tekur í átt að því að vera leiðandi í öryggismálum og heilsuvernd starfsfólks. Þar sem öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólksins er grundvöllur að velgengni hvers fyrirtækis.


Kynntu þér stöðumat á öryggismenningu fyrirtækja – 20% kynningarafsláttur