Vinnuvernd og öryggisstjórnun á vinnustöðum
Þetta námskeið veitir heildstæða yfirsýn yfir vinnuvernd, ábyrgð stjórnenda og starfsmanna út frá vinnuverndarlögunum og hvernig markviss öryggisstjórnun stuðlar að forvörnum og bættri öryggismenningu. Þátttakendur læra helstu atriði í öryggismálum starfsmanna sem snúa að skipulagi öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum, helstu áskoranir í vinnuvernd og að beita aðferðum til að koma í veg fyrir slys og heilsutjón. Einnig er fjallað um mikilvægi atvikaskráningar og hvernig hún styður við stöðugar umbætur og markvissar forvarnir á vinnustað.
Uppbygging námskeiðsins
- Ábyrgð stjórnenda og starfsmanna
- Skipulag og framkvæmd öryggismála
- Helstu áskoranir í vinnuvernd
- Árangursrík öryggisstjórnun
- Atvikaskráning og forvarnir
Námskeiðið er haldið á Teams eða á vinnustaðnum eftir samkomulagi.
Námskeiðið byggir á fyrirlestri og raundæmum í vinnuverndarstarfi á vinnustöðum.
Námskeiðið er ætlað fyrir starfsmenn á vinnustöðum og gerum við tilboð út frá fjölda
þátttakenda. Verð 23.200 ISK á mann, hafið samband við okkur varðandi tilboð fyrir hópa.
Flest stéttarfélög veita styrki gegnum fræðslusjóði sína, allt að 90% kostnaðar námskeiðsins.